Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 122020
Samtals gestir: 32723
Tölur uppfærðar: 24.6.2018 20:10:27

22.07.2016 10:48

Fjárkaupaferð á Strandir

Ágætu félagsmenn,

 

Til stendur að fara fjárkaupaferð vestur á Strandir dagana 22 og 23 september nk.

 

Heimsótt verða ræktunarbúin að Broddanesi og Heydalsá þann 22. sept og líklega verður Árbær í Reykhólasveit einnig heimsóttur þann 23. sept.  Ekki er ólíklegt að hópurinn stingi sér inn á aðra nálæga bæi þann 23. sept.  Meira um það síðar.  Búið er að tryggja það að hópurinn verður sá fyrsti sem heimsækir áðurnefnda bæi og því ætti úrvalið sem félaginu og félagsmönnum standa til boða að vera gott.

 

Stefnt er að því að gista á Kirkjubóli (15 rúm) og á Hólmavík (10 rúm), allt eftir því hver þátttakan verður.  Á Krikjubóli er kvöld- og morgunverður í boði.  Verð liggja ekki fyrir þar sem þau ráðast nokkuð af þátttöku.

 

Vegna undirbúnings  er óskað eftir að félagmenn staðfesti eins fljótt og verða má hvort þeir hafi áhuga á að mæta í þessa mögnuðu ferð og hve margir frá hverjum bæ/aðila.

 

Stjórnin

Tenglar