Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 98
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 123338
Samtals gestir: 33069
Tölur uppfærðar: 22.7.2018 10:06:36

06.09.2016 08:15

Nokkrar tölur um heimsótta bæi

Nokkrir fróðleiksmolar um þá bæi sem Neistar ætla að heimsækja í september.

Broddanes stóð efst á landslistanum s.l. haust hvað gerð varðar en hjá Jóni voru tölurnar þannig að 396 lömbum var slátrað, þunginn var 17,8 kg, gerðin var 11,98 og fitan 7,51.  Fædd lömb eftir hverja á var 1,85.

Á Heydalsá I var 725 lömbum slátrað og var þunginn 18,15 kg, gerðin var 10,73 og fitan 6,99.  Heydalsá I var nr 25 á listanum yfir gerðamestu búin á s.l. hausti.  Fædd lömb eftir hverja á var 2,07.

Á Heydalsá II var 493 lömbum slátrað og þunginn var 18,68 kg, gerðin var 11,15 og fitan 7,19.  Guðjón var nr. 10 á gerðarlistanum yfir landið.  Fædd lömb eftir hverja á var 1,9.

Síðasti bærinn sem við heimsækjum er Árbær í Reykhólasveit en þar var 294 lömbum slátrað á síðasta hausti.  Þunginn þá var 18,44 kg, gerðin var 10,58 og fitan 7,36.  Þórður var nr 34 á gerðarlistanum.  Fædd lömb eftir hverja á var 1,88.

Hér er svo samantekt yfir stigun gimbra á þessum sömu bæjum s.l. haust

 

Bær Fjöldi Þungi á fæti Ómv Ómf Lögun Framp Læri  Ull
Heydalsá (Ragnar) 339 43,3 28,6 4,1 3,9 8,5 17,6 8,2
Heydalsá (Guðjón) 150 42,2 28,5 4 3,9 8,4 17,5 8,2
Broddanes 101 41,5 28,2 3,7 3,9 8,6 17,9 8
Árbær 151 43,8 27,6 3,6 3,9 8,5 17,5 8,4

 

Af þessum tölum sést að þetta eru engir aukvissar í ræktun.  Neistar eiga því mikla veislu fyrir höndum.

 

Tenglar