Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

02.10.2017 11:10

Frábær sýning

Fjöldi manns lagði leið sína í reiðhöllina á Garðshorni á hrúta- og sölusýningu félagsins þetta haustið. 

 

Án málalenginga voru helstu úrslit eftirfarandi;

Í flokki hyrndra hvítra lambhrúta sigraði hrútur frá Neðri-Rauðalæk og var dómur þannig (sama röð í í Fjárvís) ;

44-29-3,7-5-105-8-9-9-8,5-9,5-18,5-8-8-9 samtals 87,5 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Skriðu og í þriðja sæti var hrútur frá Garðshorni.  Gestir fengu í fyrsta skipti að upplifa  hvernig einkunin 20 fyrir læri þukklast en hrútuinn úr Skrliðu fékk hvorki meira né minna en 20 fyrir læri.

 

Í flokki mislitra lambhrúta sigraði hrútur frá Gásum og var dómur hans þannig;

59-28-6,4-4-110-8-9-9-8,5-9-18-8-8-9 alls 86,5 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Skriðu og því þriðja var hrútur frá Garðshorni

 

Í flokki kollóttra lambhrúta sigraði hrútur frá Neðri-Rauðalæk og var dómur hans þannig;

52-31-3,9-4-110-8-9-8,5-9-9-19-8-8-8,5 alls 87 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Syðri-Bægisá og í þriðja sæti hrútur frá Skriðu

 

Sigurvegarar í þessum flokkum fengu viðurkenningarplagg auk gjafa frá Líflandi.

 

Besti lambhrúturinn á sýningunni í heild var valinn sá sem sigraði flokk kollóttra lambhrúta og fékk eigandi hans veglegan farandgrip að launum en svo skemmtilega vill til að Kristbjörg á Neðri-Vindheimum hannaði og útbjó þann verðlaunagrip sjálf.

Syðri-Bægisá ræktaði best gerðu gimbrina þetta árið og var dómur hennar þannig;

48-29-3,4-4-105-9-18,5-8,5-9

Jafnframt fengu gestir að velja fallegustu gimbrina og heillaði vel skreytt gimbur frá Brakanda gestina mest.

Aðstaðan til sýningar fyrir þátttakendur sem og gesti var til fyrirmyndar í reiðhöllinni á Garðshorni en þar voru nýjar krær smíðaðar og settar upp.  Kvenfélag Hörgdæla dældi veitingum í gesti og gangandi og er þeim þakkað viðvikið.

Stjórn Neista vill þakka þátttakendum og gestum fyrir að gera þetta allt saman að virkilega skemmtilegum degi.

 
 
 

Tenglar