Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

Færslur: 2015 Nóvember

11.11.2015 23:25

Hrútadauði

Sælir Neistar


Það er helst að frétta af hrútum félagsins að Austri drapst rétt fyrir síðustu helgi, þannig að nú eigum við bara Ebita. Vegna þessa viljum við biðja þá sem telja sig eiga eða vita um hrút sem hentað gæti sem félagseign, og væri hægt að fá keyptan eða leigðan um að láta stjórnarmenn vita í síðasta lagi 15. nóvember. Slíkur hrútur þarf að lámarki að vera með 11 fyrir gerð, undir 8 fyrir fitu og vel yfir 100 fyrir frjósemi og mjólkurlagni.


Hrúta niðurröðunar funduninn verður svo í Leikhúsinu á Möðruvöllum miðvikudagskvöldið 18. nóvember kl. 20:30Fyrir hönd stjórnar

Aðalsteinn H. Hreinsson
           Ritari  
  • 1

Tenglar