Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

Færslur: 2016 September

17.09.2016 10:23

Hrúta- og sölusýning

Hrúta- og sölusýning Sauðfjárræktarfélagsins Neista í Hörgársveit verður haldin þann 9. október nk í Skriðu kl 14-17.  Þar verður m.a. eftirfarandi á dagskrá;

Lambhrútaskoðun.  Keppt verður í flokkunum hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir.  Efsti hrútur hlýtur nýjan farandgrip að launum.  Hver bær má koma með einn lambhrút í hvern flokk.  Lambhrútarnir verða stigaðir upp af hinum þaulreynda Eyþóri úr Akrahrepp.  Fullyrða má að þarna verður um æsispennandi keppni að ræða enda verður henni lýst beint og stigun jafnharðan birt á upplýsingaskjá svo allir geti fylgst með.

Fallegasta gimbrin.  Gera verður gimbrunum góð skil og munu félagsmenn mæta með fallegustu gimbrina sína til sýnis og þátttöku í fegurðarsamkeppni.  Ekki er víst að há stigun tryggi sigur heldur mun litur, hornalag, útgeislun og geðslag án efa ráða töluverðu um lokaniðurstöðu.  Gestum og gangandi verður jafnvel boðin þátttaka í vali á fallegustu gimbrinni. 

Sölusýning og uppboð.  Félagsmenn mæta með sitt úrvalsfé til sölu og sýnis.  Allt endar þetta svo með æsispennandi uppboði á því besta sem Hörgárdalurinn hefur upp á að bjóða í sauðfé.  Óhætt er að fullyrða að uppboð þetta verði á við góða flugeldasýningu og tryggi um leið mikið fjárstreymi inn í hörgdælska efnahagskerfið.  Þeir félagsmenn sem vilja selja fé sitt á þessum vettvangi þurfa að tilkynna það til Helga formanns með góðum fyrirvara.

Stjórnin

06.09.2016 08:15

Nokkrar tölur um heimsótta bæi

Nokkrir fróðleiksmolar um þá bæi sem Neistar ætla að heimsækja í september.

Broddanes stóð efst á landslistanum s.l. haust hvað gerð varðar en hjá Jóni voru tölurnar þannig að 396 lömbum var slátrað, þunginn var 17,8 kg, gerðin var 11,98 og fitan 7,51.  Fædd lömb eftir hverja á var 1,85.

Á Heydalsá I var 725 lömbum slátrað og var þunginn 18,15 kg, gerðin var 10,73 og fitan 6,99.  Heydalsá I var nr 25 á listanum yfir gerðamestu búin á s.l. hausti.  Fædd lömb eftir hverja á var 2,07.

Á Heydalsá II var 493 lömbum slátrað og þunginn var 18,68 kg, gerðin var 11,15 og fitan 7,19.  Guðjón var nr. 10 á gerðarlistanum yfir landið.  Fædd lömb eftir hverja á var 1,9.

Síðasti bærinn sem við heimsækjum er Árbær í Reykhólasveit en þar var 294 lömbum slátrað á síðasta hausti.  Þunginn þá var 18,44 kg, gerðin var 10,58 og fitan 7,36.  Þórður var nr 34 á gerðarlistanum.  Fædd lömb eftir hverja á var 1,88.

Hér er svo samantekt yfir stigun gimbra á þessum sömu bæjum s.l. haust

 

Bær Fjöldi Þungi á fæti Ómv Ómf Lögun Framp Læri  Ull
Heydalsá (Ragnar) 339 43,3 28,6 4,1 3,9 8,5 17,6 8,2
Heydalsá (Guðjón) 150 42,2 28,5 4 3,9 8,4 17,5 8,2
Broddanes 101 41,5 28,2 3,7 3,9 8,6 17,9 8
Árbær 151 43,8 27,6 3,6 3,9 8,5 17,5 8,4

 

Af þessum tölum sést að þetta eru engir aukvissar í ræktun.  Neistar eiga því mikla veislu fyrir höndum.

 

05.09.2016 22:25

Nútíminn gerir vart við sig....

Neisti færir sig nær nútímanum......og hefur haslað sér völl á fésbókinni.....endilega lækið og hvað þetta nú allt heitir....

 

https://www.facebook.com/Sau%C3%B0fj%C3%A1rr%C3%A6ktarf%C3%A9lagi%C3%B0-Neisti-1782737408606704/

 

05.09.2016 09:36

Hrúta og sölusýning

Til stendur að breyta fyrirkomulagi á hrútasýningu félagsins sem fyrirhuguð er þann 1. október í Skriðu.  Hingað til hafa veturgamlir hrútar verið stigaðir en því verður nú hætt og eingöngu verða lambhrútar stigaðir.  Veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta hrútinn í flokki hvítra hyrndra, kollóttra sem og mislitaðra og stigahæsti hrútur fær veglegan farandbikar að launum og jafnvel eitthvað góðgæti með.  Á sama degi er fyrirhugað að halda sölusýningu þar sem félagsmönnum býðst að mæta með sitt besta fé til sýnis og sölu og verður sýningin auglýst á landsvísu enda full ástæða til að nærsveitarmenn Neistunga fái að njóta þess úrvals fjár sem félagsmenn rækta.  Takið því daginn frá.  Meira um þetta þegar nær dregur.

05.09.2016 09:31

Vesturferðin mikla

Sælir Neistar,

Þá er myndin að skírast varðandi vesturferðina.  Þátttaka ætlar að verða góð og nú hafa um 30 manns skráð sig í ferðina.   Hámarksfjöldi er 30 enda gistipláss á þrotum sem og að rútan tekur ekki fleiri farþega.  Menn geta svo auðvitað komið á einkabílum ef æsingurinn fyrir ferðinni magnast úr öllu hófi.  Gerð er fortakslaus krafa um að félagsmenn láti vita í tíma hvort þeir ætli í ferðina eður ei.

Gera má ráð fyrir að kostnaður per haus verði cirka 19 þúsund krónur (gisting, kvöldverður og rúta) og greiða verður við brottför í íslenskum ríkisdölum.

Dagskráin verður í grófum dráttum þannig;

Fimmtudagur 22 sept

9.00      Lagt af stað frá Möðruvöllum

12.00    Stoppað í Staðarskála – hver og einn nærir sig

14.30    Heydalsá I og II

18.30    Broddanes

21.00    Kvöldverður í Sauðfjársetrinu

Föstudagur 23 sept

9.00      Lagt af stað í Árbæ í Reykhólasveit

10.30    Árbær

12.30    Áætluð brottför heim

Vart þarf að taka það fram að félagið nýtur forgangs í hrúta umfram einstaka félagsmenn.  

Annars má bæta því við að stjórn hefur í hyggju að fjölga hrútum félagsins í 4-5 en Mökkur frá Skriðu er eins og menn þekkja eini hrútur félagsins eins og stendur.  Fyrirhugað er að til viðbótar við félagsferðina vestur muni stjórn kaupa 1-2 hyrnda hrúta úr Öxarfjarðarhólfi.  Það er því full ástæða fyrir félagsmenn til að fyllast valkvíða nú þegar.

Stjórnin

 

  • 1

Tenglar