Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

Færslur: 2016 Október

11.10.2016 14:32

Hrúta- og sölusýning afstaðin

Fjöldi manns lagði leið sína í Skriðu á hrúta- og sölusýningu félagsins þetta haustið en nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi sýningarinnar að þessu sinni og mæltust almennt vel fyrir. 

Helstu úrslit voru eftirfarandi;

Í flokki hyrndra lambhrúta sigraði hrútur frá Barká og var dómur þannig (sama röð í í Fjárvís) ;

46-33-3,8-5-106-8-8,5-8,5-9-9-19-9-8-8 alls 87 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Möðruvöllum og í þriðja sæti var hrútur frá Stóru-Hámundarstöðum.

 

Í flokki mislitra lambhrúta sigraði hrútur frá Gásum og var dómur hans þannig

63-30-4,7-5-108-8-9-9,5-9-9-18,5-8-8-9 alls 88 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Neðri-Rauðalæk og því þriðja var hrútur frá Stóra-Dunhaga

 

Í flokki kollóttra lambhrúta sigraði hrútur frá Stóra-Dunhaga með

56-29-75-4-110-8-9-9-8-9-19-7,5-8-9 alls 86,5 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Kjarna og í þriðja sæti hrútur frá Neðri-Rauðalæk

Sigurvegarar í þessum flokkum fengu viðurkenningarplagg auk gjafa frá Líflandi.

 

Besti lambhrúturinn var valinn sá sem sigraði flokk mislitra lambhrúta og fékk eigandi hans veglegan farandgrip að launum sem Kristbjörg á Vindheimum smíðaði.

Nýlunda er að veita gimbrum verðlaun en að þessu sinni voru veitt verðlaun fyrir best gerðu gimbrina sem og fallegustu gimbrina.  Líkt og með lambhrútana var það Auðbjörn á Gásum sem ræktaði best gerðu gimbrina og var dómur hennar þannig;

30-7,4-4-108-9-18,5-9

Jafnframt fengu gestir að velja fallegustu gimbrina og heillaði flekkótt vel gerð og vel skreytt gimbur frá Neðri-Rauðalæk gestina mest.

Stjórn Neista vill þakka þátttakendum og gestum fyrir að gera þetta allt saman að virkilega góðum og skemmtilegum degi.

Við vísum eins og oft áður á myndir af viðburðinum á heimasíðu Birgittu á Möðruvöllum en hún er mun færari og duglegri en stjórnarmenn með myndavélina. 

http://molinn62.123.is/blog/2016/10/09/755378/

Minnum á að Neisti er á fésbókinni og gott er að fylgjast með á þeim vettvangi.

  • 1

Tenglar