Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

Færslur: 2017 September

26.09.2017 10:28

Snæfellsnesið er magnað

Félagsmenn Neista héldu í síðustu viku vestur á hið undurfagra Snæfellsnes í fjárkaupaferð.  Var ferðin hin skemmtilegasta og féð jafn fallegt og Snæfellnesið sjálft.  Heimsóttir voru bæirnir Gaul, Hamrar, Hraunháls, Tunga og Kjalvegur og þakka ferðalangar fyrir móttökurnar.  Eitthvað var keypt af gripum eða tæplega 30 stykki í það heila.  Mikið af góðu fé er í þessu hólfi.  Ekki náðist að kaupa félagshrút að þessu sinni en fjölmargir félagsmenn tryggðu sér þó hrúta sem vonandi bæta enn frekar fjárstofn félagsmanna þegar fram líða stundir.

 

19.09.2017 07:58

Hrúta- og sölusýning Neista 2017

Hrúta- og sölusýning Sauðfjárræktarfélagsins Neista í Hörgársveit verður haldin þann 30. september nk að Garðhorni á Þelamörk kl 14-17.  Þar verður m.a. eftirfarandi á dagskrá;

Lambhrútaskoðun.  Keppt verður í flokkunum hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir.  Efsti hrútur hlýtur veglegan farandgrip að launum.  Hver bær má koma með einn lambhrút í hvern flokk.  Lambhrútarnir verða stigaðir upp af skagfirska ofurráðunautnum Eyþóri frá Sólheimagerði.  Keppnin í fyrra var gríðarsterk og æsispennandi og höfum við væntingar til þess að hún verði enn betri í ár og í algjörlega öfugu samhengi við umræðu um sauðfjárbúskapinn um þessar mundir.

Fallegasta gimbrin.  Við byrjuðum í fyrra á því að gefa gimbrunum sess í dagskránni og á því verður engin breyting í ár.  Félagsmenn munu mæta með fallegustu gimbrina sína til sýnis og þátttöku í fegurðarsamkeppni.  Ekki er víst að há stigun tryggi sigur heldur mun litur, skreytingar, hornalag, útgeislun og geðslag án efa ráða töluverðu um lokaniðurstöðu.  Gestum og gangandi verður boðin þátttaka í vali á fallegustu gimbrinni. 

Sölusýning og uppboð.  Félagsmenn mæta með sitt úrvalsfé til sölu og sýnis.  Allt endar þetta svo með æsispennandi uppboði á því besta sem félagsmenn Neista hafa upp á að bjóða í sauðfé.   Þeir félagsmenn sem vilja selja fé sitt á þessum vettvangi þurfa að tilkynna það til Agnars formanns með góðum fyrirvara.

 

Gegn reiðufjárgreiðslu verða veitingar í boði á vegum kvenfélags Hörgdæla.  Farið því í hraðbankann áður en þið mætið.

Handverk, matarkynningar og margt fleira girnilegt á boðstólnum

Takið þátt í skemmtilegum mannlífsviðburði.

Stjórnin

18.09.2017 17:35

Snæfellsnesið kallar !!

Í grófum dráttum lítur ferðin vestur á Snæfellsnes þannig út.  Þátttaka ætlar að verða nokkuð góð og nú hafa um 20 manns skráð sig í ferðina.  

Gera má ráð fyrir að kostnaður per haus verði cirka 20 þúsund krónur (gisting, kvöldverður og rúta) og greiða verður við brottför í reiðufé.

 

Dagskráin verður í grófum dráttum þannig;

 

Miðvikudagur 20 sept

8.00      Lagt af stað frá Þelamerkurskóla

11-12    Stoppað í Staðarskála – hver og einn nærir sig

14.00     Hraunháls

16.00     Gaul

20.00     Kvöldverður á Bjargarsteini (lamb)

Gist verður á Grundarfirði

Fimmtudagur 21 sept

Hamrar, Mávahlíð og Berg í óvæntri röð

Heimsókn í bjórverksmiðju Steðja í Borgarfirði á heimleiðinni

 

Vart þarf að taka það fram að félagið nýtur forgangs í hrúta umfram einstaka félagsmenn.

  • 1

Tenglar