Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

FÉLAGSFUNDIR


   Félagsfundur í S.F. Neista 20.11 2014

Haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum

 

       Fundarefni:  Niðurröðun vegna notkunar á félagahrútunum.

1.        Helgi formaður setti fund og bauð félagsmenn velkomna. Og gat þess að frá því um síðustu fengitíð hefðu þeir Skurður og Flekkur farist. Þannig að nú væru bara Austri og Ebiti til.

 

2.      Dreift var hinum ýmsu skýrslum um útkomu hrútanna, sem þau Anna Guðrún og Þórður höfðu tekið saman. Ljóst má vera á umræðu manna að almenn ánæja er með lömbin undan Austra og Ebita.

 3.       Raðað niður notkun á hrútana  og tollur ákveðin 500 kr. Fyrir hverja á.

                                                   Fleira ekki bókað, fundi slitið 22:00  

                                                  

Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                Ritari


==================================================== Félagsfundur í S.F.Neista 22.11 2013

Haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum

 

       Fundarefni:  Niðurröðun vegna notkunar á félagahrútunum og velja nafn á kollana sem keyptir voru norður á ströndum fyrr í haust.

 

1.     Helgi formaður setti fund og bauð félagsmenn velkomna.

 

2.      Ákveðin voru nöfn á níu hrútana, heitir sá frá Melum,  Ebiti og Skurður frá Heydalsá.

 

3.     Dreift  var dómayfirliti með blup mati hrútanna. Nokkrar umræður voru um útkomu lamba undan Austra, og voru menn almennt samála um að hún væri allgóð. Jóhannes Gísli kynnti belti sem sett eru á hrútana á fengitíma, en það á að auðvelda eftirlit með hvaða ær eru að beiða hverju sinni. Hann ætlar að prófa nota það á hjá sér á komandi fengitíð. 

 

4.     Raðað niður notkun á hrútana  og tollur ákveðin 1.000 kr. úr kollunum og  500kr. úr eldri hrútunum.  Sæðisskammturinn 500 kr.  En mönnum er það frjálst hvort þeir taka sæði eða halda undir hrútana.
                                                                     Fleira ekki bókað, fundi slitið 21:50


                                                                          _______________________________________

                                                                                              Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                                 Ritari


====================================================                                                         

                          Félagsfundur í S.F.Neista 22.11 2012

Haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum

 

       Fundarefni:  Niðurröðun vegna notkunar á félagahrútunum

                                 og kaup á sæðistökubúnaði.

            Helgi formaður setti fund og bauð félagsmenn velkomna

 

1.     Ákveðin voru nöfn á níu hrútana, heitir sá frá Bjarnastöðum Austri og Flekkur frá Skriðu.

 

2.     Næst sagði Helgi frá því að Davíð væri að skoða með kaup á sæðistökubúnaði  fyrir félagið til að nýta hrútana betur og bað Davíð að útskíra það mál frekar.  Davíð sagði að komið væri eitt úthald til landsins og hann hefði aðra útfærslu í huga en ekki væri það komið neitt af stað. Fundurinn ákvað að taka bara úr Austra nú í haust og ætla Davíð og Þór að hafa umsjón með sæðistökunni og einnig tala við Óla Vagns um að leiðbeina okkur með þetta ferli allt.

 

3.     Raðað niður notkun á hrútum og tollur ákveðin 500kr. á kind hjá öllum hrútunum en sæðisskammturinn 250 kr. Formanni og ritara falið að heyra í þeim sem ekki mættu.

 

                                           

                                          Fleira ekki bókað, fundi slitið

 

                                           _____________________

                                                 Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                Ritari


==================================================== 


Félagsfundur í S.F. Neista 24.11 2011

Haldinn í Þelamerkurskóla

 

       Fundarefni:  Niðurröðun á notkunfélagahrútunum

 

1.     Helgi formaður setti fund og bauð félagsmenn velkomna

 

2.     Næst dreifði Helgi yfirlitsskýrslum með upplýsingum um sláturlömb undan Lambás og Vestra.  Þar kemur í ljós hversu sterkur Lambás er varðandi gerð. Lömb undan Vestra eru aðeins breytilegri.

 

3.     Raðað niður notkun á hrútum og tollur ákveðin 500kr. á kind hjá báðum hrútunum.

 

4.     Ullarbíll verður sennilega 5.og 6. desember á Ytri - Bægisá.

 

                                                             Fleira ekki bókað, fundislitið.                                                     

                                                                                       ____________________________

                                                                    Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                    Ritari


==================================================== 

                      FélagsfundurNeista 24/11 2010

 

Almennur félagsfundur haldinn í leikhúsinu á Möðruvöllum, 22 félagar mættir.

 

 

Dagskrá.

 

 

1.     Kynning á nýkeyptum hrút.

2.     Hrútanotkun nú í haust.

 

Formaður félagsins setti fundin og bauð félaga velkomna og kynnti efni hans.

 

1.      Formaðurinn sagði að keyptur hefði verið hrútur frá Hraunhálsi á Snæfellsnesi. Foreldrar eru sæðingarstöðvar hrúturinn Mundi 06832 og Samúð 08075 á Hraunhálsi, og hefði hann fengið eftirfarandistigun.

Kg fótl  ómv  fita lag  hs  hh bút  bak  mal  læri  ull fæt  sam  stig

58 113   31     3,5 5,0  8,0  8,0 8,5   9,0   9,0   18,5   8     8    8,5   85.5.

Þá sagði formaðurinn að nafn vantaði og óskaði eftir tillögum. Eftir nokkrar umræður var nafnið Vestri valið.

  

2.      Stjórnin lagði fyrir fundinn að miðað yrði við að hver bókareigandi fengi

að halda 3 ám undir Vestra, og að lámarki 3 ám eða 7 % af fjárfjölda                     undir Lambás. Verð á hverja kind skal vera kr. 500 fyrir Lambás og kr.1.000 fyrir Vestra. Leitað eftir óskum félaga um notkunardaga á hrútunum, mun stjórnin koma saman og ganga frá lista um það.

 

                                                                 Fleira ekki bókað, fundi slitið.

 

                                                     

        Aðalsteinn H. Hreinsson

                         Ritari

                                     

==================================================== 

FélagsfundurNeista 12/11 2009

 

Almennur félagsfundur haldinn í Þelamerkurskóla, 18 félagar mættir.

 

 

Dagskrá.

 

 

  1. umræður um notkun á Lambás
  2. ullarsöfnun

 

Formaður félagsins setti fundin og bauð félaga velkomna og kynnti efni hans.

 

1.      Það kom fram í máli formanns að 66 lömb komu af fjalli undan Lambás og var 14 slátrað og er einkunn fyrir gerð um 11.

Tillaga borin fram og samþykkt.

Lágmarks tollur 3 ær og þar umfram 7% af fjárstofni.

Ákveðið að hrúturinn verði á S-Bægisá og menn sæki hann  eða komi með ærnar þangað.  Stjórninni falið að raða niður notkunni á Lambás og láta menn vita um sinn dag.

Samþykkt var að félagar innan við Moldhaugnaháls, fái að nota Lambás.

Ákveðið var að tollurinn verði óbreyttur eða 1000. kr.

 

 

2.      Ullarsöfnun.  Félag sauðfjárbænda við Eyjarfjörð er búið að semja við Sigurð Magnússon frá Hnjúki í Vatnsdal að sjá um ullarsöfnun á Eyjarfjarðarsvæðinu og verður hann á ferðinni 25-26 nóvember og 9-10 desember.

Talað var um að kerran verði á Y- Bægisá hjá Hauk og Þorvarði, og geti félagsmenn komið með ullina þangað og sett í hana.

Nánar um þetta í Fréttum og Fróðleik sem kemur út eftir helgi.

 

 

Aðalsteinn H Hreinsson

Ritari

 

    

Tenglar