Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

Aðalfundir

   

   Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Neista, 

haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum 

 miðvikudagskvöldið 18.mars 2015.

 

 

Formaður félagsins Helgi B. Steinsson setti fundinn og bauð félaga velkomna, og sérstaklega gest fundarins Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunaut. Þá las formaður dagskrá fundarins sem hljóðaði svo.

 

  1: Fundarsetning.

  2: Skipun fundarstjóra og ritara.

  3 : Inntaka og úrsögn félaga.

  4: Skýrsla stjórnar og reikningar fyrir árið 2014.

  5: Kosningar. A) 1 mann í stjórn til þriggja ára. B) 2 varamenn í stjórntil eins árs.

       C) Tvo skoðunarmenn til tveggja ára ogeinn til vara.

  6: Yfirlit um skýrsluhaldið - Eyþór Einarsson.

  7: Kynning á nýju skýrsluhaldsforriti, Anna Guðrún.

  8: Félagshrútar og hrútasýning.

  9: Önnur mál.

10:  Fundarslit.

 

2: Helgi formaður kvaðst ætla vera fundarstjóri og tilnefndi Aðalstein ritara félagsins fundarritara. Var það samþykkt.

 

3: Í félagið gengu, Ásta J. Aðalsteinsdóttir og Þórir Ármansson Myrkárbakka, Eyþór Æ. Jónsson (Ak.) Steinkoti, Oddur B. Þorkelsson Möðruvöllum, Björn J. Steinarsson og Kristbjörg M. Bjarnadóttir Vindheimum, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Garðshorni Þelamörk, Arnar I.Tryggvason (Ak.) Þverá og Haldór Jóhannsson (Ak). Neðri-Rauðalæk

 

4: Í skýrslu stjórnar kom fram að frá síðasta aðalfundi var haldinn einn formlegur stjórnarfundur, og einn félagsfundur sem var um niðurröðun á hrútanotkun  2014. Notkunin var, Austri 101 ær eins og undanfarin ár, Ebiti 109 ær sem er fjölgun um 45 fráf yrra ári. 

Formaður nefndi að 23 félagsmenn auk tveggja gesta þeirra Þóris á Myrkárbakka og Sverris á Djúpárbakka, fóru saman á rútu með kerru suður í Öræfasveit í þriggja daga fjárkaupa ferð. Ekki var keyptur félagshrútur í þessari ferð, en félagar keyptu 30 lömb, 15 hrúta og 15 gimbrar.

Hin árlega hrútasýning var haldin í Skriðu, og þakkaði formaður fyrir hönd félagsmanna ábúendum á Skriðu fyrir aðstöðu og veitingar.   

Þar með taldi formaðurinn sig búinn að fara yfir það helsta í starfseminni árið 2014.

 

Gaf fundarstjóri nú Guðmundi gjaldkera orðið og las hann yfir reikningana. Tekjur voru kr: 120.132, Gjöld voru kr: 200.901. Tap var kr:80.769.  Eignir 31.12.2014 voru kr.661.908 Skuldir og Eigið fé kr: 661.908.

Þá var orðið gefið laust um skýrslu og reikningana, engar umræður urðu og reikningarnir bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

 5: Kosningarnar,.

   A) Davíð Jónssonkosinn í stjórn til þriggja ára.

   B) Þórður Sigurjónsson og Agnar Þór  varamenn til eins árs.

   C) Þorsteinn og Árni endurkosnir til tveggja ára með lófaklappi og Gylfi Pálsson til vara.

 

 

6: Eyþór þakkaði fyrir að vera beðinn um að koma og tók fram að þetta væri í fyrsta skipti sem hann væri á fundi hjá okkur. Hann byrjaði á að fara ýtarlega yfir afurðaskýrslur ársins 2014. veturgömlum ám fjölgar eru núna 646 með 13,5 kg eftir hverja á sem er kílói meira en var 2013. Eldri ám fjölgaði annað árið í röð eru núna 2.852 með 31,7 kg. eftir hverja á sem er tveimur kílóum meira en var 2013. Í kjötmatsskýrslu voru niðurstöður eftirfarandi. Fjöldi lamba 4.287. Meðal fallþungi. 17,95 kg. Meðal vöðvi 9,68. Meðal fita 7,45. Að öðru leiti er vísað í yfirlitsskýrslurnar sem fylgja hér með og eru einnig á heimasíðu félagsins. Einnig fór hann yfir ýmsar skýrslur og uppgjör er sýndu m. a. afrakstur í krónum talið. Það yrði alltof langt mál að tíunda það hér, en Eyþór getur útvegað það sem hver og einn vill fá fyrir sig. Einnig ræddi hann um lungna sjúkdóma í sauðfé og kom m.a. fram að kregða er mun víðar í fé en haldið var. Ekki virðist vera neitt lyf á markaði hérlendis við henni. Að lokum sýndi hann form sem ráðunautar rml. vinna eftir sem ráðgjöf um bætta afkomu í sauðfjárrækt.

 

7: Anna Guðrún fór í örstuttu máli yfir nýtt skýrsluhaldsforrit sem mun verða virkt fyrir sauðburð í vor. Það mun verða kallað fjarvis.is

 

8: Ákveðið að eiga áfram þá Austra og Ebita. Áhugi hjá fundarfólki að horft yrði til dætraeiginleika við val á næstu hrútum sem félagið kaupir.

 

9: Ekkert kom fram undir þessum lið.

 

10: Fundargerð var ekki lesin upp en samþykkt að fela fundarritara að ganga frá henni.

 

11: Formaður þakkaði Eyþóri ráðunaut fyrir hans innlegg í fundinn og öðru fundarfólki góðan fund og sagði fundi slitið.

 

 

                                              

                                         Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:30

 

 

 

                                          ________________________________

                                                   Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                 Ritari  

=======================================================================
Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Neista, 

haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum 

 miðvikudagskvöldið 5.mars 2014.

 

 

Formaður félagsins Helgi B. Steinsson setti fundinn og bauð félaga velkomna, og sérstaklega gest fundarins Sigurð Þór Guðmundsson sauðfjárræktarráðunaut. Þá las formaður dagsskrá fundarins sem hljóðaði svo.

 

  1: Fundarsetning.

  2: Skipun fundarstjóra og ritara.

  3 : Inntaka og úrsögn félaga.

  4:  Skýrsla stjórnar og reikningar fyrir árið 2013.

  5:  Kosningar. A) 1 mann í stjórn til þriggja ára. B) 2 varamenn í stjórn til eins árs.

       C) Tvo skoðunarmenn til tveggja ára og einn til vara.

  6:  Yfirlit um skýrsluhaldið - Sigurður Þ. G.

  7:  Félagshrútar.

  8:  Hrútasýning og fleira.

  9:  Önnur mál.

10:  Fundargerðin lesin.

11:  Fundarslit.

 

2: Helgi formaður kvaðst ætla vera fundarstjóri og tilnefndi Aðalstein ritara félagsins fundarritara. Var það samþykkt.

 

3: Í félagið gengu Jón Pétur Ólafsson og Líney Emma Jónsdóttir Staðartungu, Sigurður Hermannsson Barká og Guðmundur Sturluson Þúfnavöllum. Úr félaginu gengu Marteinn Magnþórsson var á Barká, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Hjálmar B. Jóhannsson, Solveig L. Guðmundsdóttir, Gylfi Jónsson voru öll á Möðruvöllum, og Brynjar Finnsson Akureyri. Öll hætt með fé og flutt úr sveitarfélaginu.

 

4: Í skýrslu stjórnar kom fram að frá síðasta aðalfundi voru haldnir tveir stjórnarfundir og einn félagsfundur sem var um niðurröðun á hrútanotkun  2013.

8 félagsmenn fóru í ferð norður á Strandir í hrútakaupaferð. Keyptur var hrútur á Melum sem fékk nafnið Ebiti, og annar á Heydalsá, sá fékk nafnið Skurður. Er það komið til vegna þess að hann lenti ofan í skurð þegar rekið var inn með Ragnari bónda á Heydalsá. Aðalsteinn tók hrútinn úr skurðinum og leist vel á hann, en skildi hann eftir á túninu því hrút greyið var blautur og þungur á sér. Var búið að taka frá hrút sem átti að taka þegar við kæmum við aftur um kvöldið þegar komið yrði frá Melum. Var hrússi þá kominn í hús og leist okkur mun betur á hann en þann sem valin var fyrr um daginn og fengum að skipta. Einnig nefndi formaður að tveir utanfélags menn hefðu farið með, þeir Stefán á Ytri -Bægisá 2 og Guðmundur á Þúfnavöllum. Þá kom fram að Austri var notaður á 101 á, Flekkur 92, Ebiti 64 og Skurður 456 ær. Formaður greindi fundinum frá því að Vestri var seldur Sigmari á Björgum á kr. 20.000.-

Búið er að setja allar fundargjörðir félagsins sem til eru á tölvutæku formi inn á heimasíðuna., sem og yfirlitsskýrslur félagsmannna frá árinu 2008.   

 

Mælingar og stigunn, Ebiti: Þ 52. Bak 36mm. Lögun 4,5. Fita 5,1. H 8. HH 9. B&Ú 8,5. B 9,5. M 9. L 18,5. U 8. F 8. S 8,5. Alls 87 stig. Skurður: Þ 53. Bak 30mm. Lögun 4,5. Fita 3. H 8. HH 8,5. B&Ú 8,5. B 9. M 9. L 18. U 8. F 8. S 8,5. Alls 85,5 stig.

Hin árlega hrútasýning var haldin í Skriðu, og þakkaði formaður fyrir hönd félagsmanna ábúendum á Skriðu fyrir aðstöðu og veitingar.    

Þar með taldi formaðurinn sig búinn að fara yfir það helsta í starfseminni árið 2013.

Gaf fundarstjóri nú Guðmundi gjaldkera orðið og las hann yfir reikningana. Tekjur voru kr: 243.745. Gjöld voru kr:309.782. Tap var kr:66.127.  Eignir 31.12.2013  voru kr. 742.677 Skuldir og Eigið fé kr: 742.677.

Þá var orðið gefið laust um skýrslu og reikningana, engar umræður urðu og reikningarnir bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

5: Kosningarnar, allir sem kjósa átti um voru endurkosnir með lófaklappi.

   A) Helgi í stjórn til þriggja ára.

   B) Davíð og Jósavin varamenn til eins árs.

 

6: Sigurður þakkaði fyrir að vera beðinn um að koma og fór aðeins yfir þær breytingar sem orðnar eru á ráðanautaþjónustunni, og sagði m.a. að nú ætti að rukka fyrir allt sem þeir væru beðnir að gera. Sigurður fór svo ýtarlega yfir afurðaskýrslur  ársins 2013.veturgömlum ám fækkar enn eru núna 570 með 12,5 kg eftir hverja á sem er aðeins meira en var 2012. Eldri ám fjölgaði aðeins eru núna 2.611 með 29,7kg. eftir hverja á  sem er aðeins meira en var 2012. Í kjötmatsskýrslu voru niðurstöður eftirfarandi. Fjöldi lamba 4.075. Meðalfallþungi. 17,10 kg. Meðal vöðvi 9,31. Meðal fita 7,16. Að öðru leiti er vísað í yfirlitsskýrslurnar sem fylgja hér með og eru einnig á heimasíðu félagsins. Einnig fór hann yfir ýmsar skýrslur og uppgjör er sýndu m. a. afrakstur í krónum talið. Það yrði alltof langt mál að tíunda það hér , en hægt er að fáþessar upplýsingar hjá Sigurði gegn vægu gjaldi.

 

7: Umræður urðu um hvort félagið ætti að eiga þá 4 hrúta sem það á nú og var niðurstaðan sú að ákveða ekkert í málinu fyrr en undir haust. Rætt um að félagið efni til líflamba kaupa ferðar á suðurland, nánar tiltekið í Öræfin, voru í því sambandi nefndir Svínafells bæirnir. Fundar fólk tók vel í þetta og ákveðið að fela stjórninni að skoða málið. 

 

8: Rætt um hvort breyta ætti fyrirkomulagi hrútasýningarinnar og hafa sölu sýningu/ líflambasölu . Góðar umræður urðu og virtist sem áhugi væri fyrir því að prófa þetta. Stjórn falið að vinna að frekari útfærslu á svona viðburði fyrir haustið

 

9: Ekkert kom fram undir þessum lið.

 

10: Fundargerð var ekki lesin upp en samþykkt að fela fundarritara að ganga frá henni.

 

11: Formaður þakkaði  Sigurði ráðunaut fyrir hans innlegg í fundinn og öðru fundarfólki góðan fund og sagði fundi slitið.

 

 

                                              

                                         Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:25

 

 

 

                                          ________________________________

                                                   Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                  Ritari 

 
=======================================================================


Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Neista, 

haldinn í Þelamerkurskóla  

miðvikudagskvöldið 10.apríl 2013.

 

 

Formaður félagsins Helgi B. Steinsson setti fundinn og bauð félaga velkomna, og sérstaklega gest fundarins Sigurð Þór Guðmundsson sauðfjárræktarráðunaut. Þá las formaður dagsskrá fundarins sem hljóðaði svo.

 

  1: Fundarsetning.

  2: Skipun fundarstjóra og ritara.

  3 : Inntaka og úrsögn félaga.

  4:  Skýrsla stjórnar og reikningar.

  5:  Kosningar. A) 1 mann í stjórn til þriggja ára. B) 2 varamenn í stjórn til eins árs.

       C) Tvo skoðunarmenn til tveggja ára og einn til vara.

  6:  Yfirlitum skýrsluhaldið - Sigurður Þ. G.

  7:  Erindi Sigurður Þór.

  8:  Félagshrútar og hrútasýning.

  9:  Önnur mál.

10:  Fundargerðin lesin.

11:  Fundarslit.

 

2: Helgi formaður kvaðst ætla vera fundarstjóri og tilnefndi Aðalstein ritara félagsins fundarritara. Var það samþykkt.

 

3: Í félagið gekk Halldór Arnar Árnason, Stóra-Dunhaga . 

 

4: Í skýrslu stjórnar kom fram að frá síðasta aðalfundi voru haldnir tveir stjórnarfundir og einn félagsfundur sem var um hrútanotkun  2012.

Stjórnin skipulagði ferð í þingeyjarsýslur 31. mars. Fyrst var stoppað á Skarðaborg í suður þing. Og þaðan haldið í axafjörð og komið á Þverá, Ærlæk og Bjarnastaði þar sem lögð var inn pöntun í besta lambhrút haustsins þar á bæ. Þaðan var keyrt á Húsavík og þar snæddur dýrindis kvöldverður. Síðan var haldið beina leið heim og komið til Akureyrar laust eftir miðnætti.

Í lok sept. fóru svo nokkrir félagar austur í Bjarnastaði að ná í pantaða hrútinn sem Halldór var búinn að taka frá handa félaginu og fékk hann nafnið Austri . Einnig versluðu einstaklingar sér hrúta þar.

Mælingar og stigunn Austra: Bak 37mm. Lögun 5. Fita 4,1. H8. HH 9. B&Ú 9. B 9,5. M 9,5. L 19,5. U 7,5. F 8. S 8. Alls 88 stig.

Stjórnin skipulagði hrútasýningu í byrjun okt. sem varhaldin í Skriðu, formaðurinn þakkaði  ábúendum á Skriðu fyrir aðstöðu og veitingar. Þá gat formaður þess að Lambás var látinn í skiptum fyrir Grábotnason frá Skriðu sem nefndur var Flekkur.  Í nóv.var raðað niður dögum á hrútana og var notkun á þeim þessi. Vestri á 59 ær, Flekkur 16 ær. Úr Austra voru teknir  101 sæðisskamtar, en ekkert var haldið undir hann.  Sáu Davíð og Þór um sæðistökuna. Félagið keypti búnað til sæðistöku. Að lokum var stjórnarfundur nú í byrjun mán. Til að undirbúa þennan fund.   

Þar með taldi formaðurinn sig búinn að fara yfir það helsta í starfseminni liðið ár.

 

 

 

Gaf fundarstjóri nú Guðmundi gjaldkera orðið og las hann yfir reikningana. Tekjur voru kr: 81.422. Gjöld voru kr: 215.868. Tap var kr:134.446.  Eignir 31.12.2012  voru kr. 824.297 Skuldir og Eigið fé kr: 824.297.

Þá var orðið gefið laust um skýrslu og reikningana, litlar umræður urðu  og engar athugasemdir gerðar. Reikningarnir bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

5: Kosningarnar, ritari bað um orðið og tjáði fundinum með eftir farandi að  hann væri til að hætta í stjórn.      

Ef að hérna  einhver inni 

er að hugsa um völd.

  Allt í lagi af hálfu minni,

  að hann taki við í kvöld.

                                                                                                 Höf: Aðalsteinn H. Hreinsson.

 

Ekki gerðu fundarmenn neitt með þessa ósk ritara, því allir sem kjósa átti um voru endurkosnir með lófaklappi.

   A) Aðalsteinn  í stjórn til þriggja ára.

   B) Davíð og Jósavin varamenn til eins árs.

   C) Þorsteinn og Árni skoðunarmenn og Gylfi til vara allir til tveggja ára.

 

6: Sigurður fór ýtarlega yfir afurðaskýrslur  ársins 2012. veturgömlum ám fækkar aðeins eru núna 620 með 11,7 kg eftir hverja á sem er aðeins meira en var 2011. Eldri ám fjölgar líðið eru núna 2.565 með 29,5kg.eftir hverja á  sem er aðeins minna en var 2011. Í kjötmatsskýrslu voru niðurstöður eftirfarandi. Fjöldi lamba 4.071.Meðal fallþungi. 17,14 kg. Meðal vöðvi 9,21. Meðal fita 7,04. Að öðru leiti er vísað í yfirlitsskýrslurnar sem fylgja hér með og eru einnig á heimasíðufélagsins. Einnig sagði Sigurður frá því að 6.129 sæðisskammtar voru sendir út frá sauðfjársæðingastöð Suðurlands og  ekki nema 2.043 sæðisskammtar  frá sauðfjársæðingastöð vesturlands.

 

7: Erindi Sigurðar að þessu sinni fjallaði um garnaveiki, líflambasölu og Ungverjalandsferð. Meðal þess sem kom fram í erindinu var að meðganga garnaveiki er langur tími. Helstu einkenni eru, gripir fóðrast illa,þrátt fyrir ágæta átlist, horast, sí endurtekin skita, og garnaveiki er ólæknandi.

Helstu orsakavaldar þess að garnaveiki kemur upp er að síðheimtungar eru ekki bólusettir. Hann hvatti fólk til þess að láta bólusetja þá strax eða hreinlega farga þeim til að koma í veg fyrir að þeir gætu orðið smitberar.

Þá greindi Sigurður fundinum frá nýjum reglum um líflambasölu í tröllaskagahólfi, þar sem fram kemur að hólfinu er skipt í sýkt og ósýkt svæði. Innan ósýkta svæðisins má selja líflömb milli bæja án sérstaks leyfis yfirvalda.

Næst fór ráðunautur nokkrum orðum um skipurit hins nýjaráðgjafa fyrirtækis.  Að endingu sagði Sigurður, í máli og myndum frá ferð sem hann ásamt fleiri ráðunautum fór í til Ungverjalands nýlega.   

 

8: Ákveðið að halda áfram með hrútasýningar á vegum félagsins og stefnt er á að hafa hana  í Skriðu á komandi hausti. Fyrir spurn kom um hvort ekki væri komið að því að félagið keypti kolóttann hrút. Fundarfólk tók vel í það og stefnt á að finna góðan kollóttann hrút í haust.  

 

9: Heimasíðan er ekki að virka eins og vonir stóðu til og nefndi Guðmundur umsjónar maður hennar að kerfið sem hýsir hana er ekki byggt upp fyrir heimasíður. Hann hefur eitthvað verið að skoða aðra möguleika. Af persónulegum ástæðum óskaði Guðmundur eftir því að annar yrði fengin til að sjá um heimasíðuna, var stungið upp á Birgittu, sem tók vel í það og ætlar að taka það að sér.

Spurt var hvort ekki væri grundvöllur fyrir félagið að eignast klaufsnyrtibás/búr. Stjórn falið að skoða það. Fundurinn mælir með að stefnt skuli á að hafa kótelettukvöld næsta haust. 

 

10: Fundargerð var ekki lesin upp en fundarritara falið aðganga frá henni.

 

11: Formaður þakkaði  Sigurði ráðunaut fyrir hans innlegg í fundinn og öðru fundarfólki góðan fund og sagði fundi slitið.

 

 

                                              

                                         Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:48

 

 

 

                                          ________________________________

                                                   Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                  Ritari 

=======================================================================AðalfundurSauðfjárræktarfélagsins Neista, haldinn í

 

Þelamerkurskóla  mánudagskvöldið 26. mars 2012.

 

 

Formaðurinn Helgi B. Steinsson setti fundinn og bauð félaga velkomna, og sérstaklega gest fundarins Sigurð Þór Guðmundsson sauðfjárræktarráðunaut. Þá las formaður dagsskrá fundarins sem hljóðaði svo.

 

  1: Fundarsetning.

  2: Skipun fundarstjóra og ritara.

  3 : Inntaka og úrsögn félaga.

  4:  Skýrslastjórnar og reikningar.

  5:  Kosningar. A) 1 mann í stjórn til þriggja ára. B) 2 varamenn í stjórn til eins árs.

  6:  Yfirlitum skýrsluhaldið - Sigurður Þ. G.

  7:  Erindi Sigurður Þór.

  8:  Lambás og Vestri framhald.

  9:  Önnurmál.

10:  Fundargerðin lesin.

11:  Fundarslit.

 

 2: Helgi formaður kvaðst ætla vera fundarstjóri og tilnefndi Aðalstein ritara félagsins fundarritara. Var það samþykkt.

 

3: Eftirtaldir 4 aðilar óskuðu eftir að ganga í félagið. Ásdís Gunnlaugsdóttir  og Jónas Þór Jónasson nýir bændur í Bitrugerði, Egill Már Þórsson Skriðu og Halla Björk Þorláksdóttir Baldursheimi,var það samþykkt. Sigurjón og Hulda Benediktsbörn frá Bitrugerði voru gerð að heiðursfélögum. 

 

4: Í skýrslu formanns kom fram að haldnir voru tveir stjórnarfundir og einn félagsfundur frá síðasta aðalfundi.

Hrútasýningin var í Skriðu þetta árið þar sem fjöldi fólks og hrútar mættu, formaðurinn þakkaði  ábúendum á Skriðu fyrir að taka á móti okkur. Á sýningunni var formlega opnuð heimasíða félagsins og sér Guðmundur Sigvaldason um hana. Þá kom fram í máli formanns að  Lambás var notaður á 128 ær og Vestri á 80 ær, formaður sagði frá ákvörðun stjórnar að lækka verð á tollum hjá Lambási vegna þess hversu illa hélt við honum síðustu fengitíð.

Þar með taldi formaðurinn sig búinn að fara yfir það helsta í starfseminni liðið ár.

Gaf fundarstjóri nú Guðmundi gjaldkera orðið og las hann yfir reikningana. Tekjur voru kr: 89.257 Gjöld voru kr:49.251  Hagnaður var kr: 40.006. Eignir 31.12.2011 voru kr. 943.250 Skuldir og Eigið fé kr: 943.250.

Þá var orðið gefið laust um skýrslu og reikningana, litlar umræður urðu  og engar athugasemdir gerðar. Reikningarnir bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

5: Kosningarnar einfaldar allir sem kjósa átti um voru endurkosnir með lófaklappi.  A) Guðmundur  í stjórn til þriggja ára. B) Davíð og Jósavin varamenn til eins árs.

 

6: Sigurður fór yfir skýrsluhald ársins 2009.  veturgamlar ær voru 716 með 11,3 kg eftir hverja á sem er aðeins meira en var 2010. Eldri ær, voru 2.455 með 29,9kg. eftirhverja á   sem er aðeins meira en var2010. Að öðru leiti er vísað í yfirlitsskýrslurnar sem fylgja hér með og eru einnig á heimasíðunni.

 

7: Í erindi sínu fór Sigurður yfir þau atriði og forsendur sem eru á bakvið hvert atriði í afurðamatinu.

 

8: Hrútaeign félagsins, formaðurinn las tölvubréf sem borist hefur frá Þór í Skriðu  þess efnis að hann fái að gera kauptilboð í Lambás. Nokkrar umræður urðu um þetta og enduðu með að fram kom munnleg tillaga að selja Lambás. Stjórn falið að auglýsa og bjóða hann félögum til kaups. Var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

9: Rætt um það hvort mögulegt væri að hafa hrútasýningar félagsins í Skriðu næstu árin, engin ákvörðun tekin en málið verður skoðað með viðkomandi aðilum.

 

10: Fundargerð lesin upp og fundarritara falið að ganga frá henni.

 

11: Formaður, þakkaði Sigurði ráðunaut fyrir skýrslurnar og öðru fundarfólki góðan fund og sagði fundi slitið.

 

 

                                              

                                         Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:30

 

 

 

                                          ________________________________

                                                   Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                  Ritari  

======================================================================= 

 

 


Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Neista, 

haldinn í Þelamerkurskóla  

fimmtudagskvöldið 24. mars 2011.

 

Formaðurinn Helgi B. Steinsson setti fundinn og bauð félaga velkomna, og sérstaklega gest fundarins Sigurð Þór Guðmundsson sauðfjárræktarráðunaut. Þá las formaður dagsskrá fundarins sem hljóðaði svo.

 

  1: Fundarsetning.

  2: Skipun fundarstjóra og ritara.

  3 : Inntaka og úrsögn félaga.

  4:  Skýrslastjórnar og reikningar.

  5:  Kosningar. A) 1 mann í stjórn til þriggja ára. B) 2 varamenn í stjórn til eins árs.

       C) 2 skoðunarmenn til tveggja ára, og einn til vara.

  6:  Yfirlit um skýrsluhaldið - Sigurður Þ. G.

  7:  Notkun félagshrútana og hrútasýning.

  8:  Önnurmál.

  9:  Fundargerðin lesin

10:  Fundarslit.

 

 2: Helgi formaður kvaðst ætla vera fundarstjóri og tilnefndi Aðalstein fundarritara. Var það samþykkt.

 

3: Eftirtaldir 7 aðilar með tvær fjárbækur óska eftir að ganga í félagið, Sunna Jóhannesdóttir og Hjörvar Kristjánsson Ósi. Ragnhildur Kristjánsdóttir, Hjálmar B. Jóhannsson, Solveig L. Guðmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Möðruvöllum og Brynjar Finnsson Ak. var það samþykkt.

 

4: Í skýrslu formanns kom fram að haldnir voru tveir stjórnarfundir og einn félagsfundur frá síðasta aðalfundi.

Hrútasýningin var í reiðhöllinni á Björgum, þar sem fjöldi fólks og hrúta mættu. Og voru 34 veturgamlir hrútar og 25 lambhrútar stigaðir og dæmdir eða 59 alls. Eftir sýninguna var það einna helst að fólki fannst stigunn og dómar skiluðu sér ekki nógu vel til gesta sýningarinnar.

Það væri gott að hafa einhvern með míkrófón til að lesa þetta upp.  

Að öðru leiti þótti þessi stóra sýning takast vel og vonandi verður áfram hald á þessu. Þá nefndi formaður hrútaferðina sem farin var áliðnu hausti. Þrátt fyrir að vera löng bæði og ströng  var þetta hin besta ferð. Keyptir voru um 20 gripir bæði hrútar og gimbrar. Þar með taldi formaðurinn sig búinn að fara yfir það helsta í starfseminni liðið ár.

Gaf fundarstjóri nú Guðmundi gjaldkera orðið og las hann yfir reikningana. Tekjur voru kr: 196.027 Gjöld voru kr: 328.729 tap varð því kr:132.702. Eignir 31.12.2010 voru kr. 903.244

Þessi mikla eigna aukning er til komin vegna innkomu eigna Sauðfjárræktarfélagsins Vísis sem voru kr: 372.223. Þá var orðið gefið laust um skýrslu og reikningana, litlar umræður urðu og engar athugasemdir gerðar. Reikningarnir bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

5: Kosningarnar einfaldar allir sem kjósa átti um voru endurkosnir með lófaklappi.  A) Helgi  í stjórn til þriggja ára. B) Davíð og Jósavin varamenn til eins árs. C) Þorsteinn og Árni skoðunarmenn, Gylfi Pálsson varaskoðunarmaður, allir til tveggja ára.

 

6: Sigurður fór yfir skýrsluhald ársins 2009.  veturgamlar ær voru 570 með 11,2 kg á hverja á, sem er heldur minna en 2009. Eldri ær, voru 2.399 með 28,7 kg. Eftir hverja á. Sem er aðeins minna en var 2009. Mestar afurðir eftir hverja á voru í Fornhaga 2,  33,5 kg eftir veturgamla.  Og 41,9 kg eldri. Fædd voru 2,11 lömb á kind,og komu öll til nytja. Sigurður sagði að þessi þáttur," lömb til nytja" væri mjög þýðingarmikill og nauðsynlegt fyrir allflesta að reyna bæta hann. Í kjötmati  voru 11 bú sem náðu 10 eða meira fyrir gerð á móti 4 2009. Besta gerð var í Skriðu 11,28 fyrir vöðva og 6,61 fyrir fitu. Mesta meðalvigt var í Þríhyrningi 19,58 kg. 

 

7: Samþykkt var að halda haustfund varðandi notkun á Lambási og Vestra

 Hrútasýning haussins 2011. Stefnt á að vera aftur í Reiðhöllinni á Björgum.

 

8: Rætt um að félagið fengi kennitölu,var gjaldkera falið að sjá um það.

Kynnt var hugmynd stjórnar að gera heimasíðu fyrir félagið,árlegur kostnaður er um kr: 7.000. Búið er að ræða við Guðmund Sigvaldason og er hann til í að gera síðuna og sjá um hana. Einnig kom fram sú hugmynd að fá myndir hjá Birgittu Lúðvíksdóttur en hún á mikið safn mynda af réttum,hrútasýningum og ferðum félagsins. Var þetta samþykkt og stjórn falið að vinna í málinu.

 

9: Fundargerð lesin upp og fundarritara falið að ganga frá henni.

 

10: Ný endurkosinn formaður, þakkaði Sigurði ráðunaut fyrir skýrslurnar og öðru fundarfólki góðan fund og sagði fundi slitið.

 

 

                                              

                                         Fleiraekki bókað og fundi slitið kl. 23.00

 

 

 

                                          ________________________________

                                                   Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                  Ritari 

 

 =======================================================================

 Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Neista, 

haldinn í Þelamerkurskóla  

fimmtudagskvöldið 18. mars 2010.

 

Formaðurinn Helgi B. Steinsson setti fundinn og bauð félaga velkomna, og sérstaklega gesti fundarins þá Sigurð Þór Guðmundsson sauðfjárræktarráðunaut, Sturlu Eiðsson Þúfnavöllum sem hafði samband við ritarafélagsins og spurði hvort hann mætti koma á fund hjá félaginu, með honum var Unnar sonur hans. Þá las formaður dagsskrá fundarins sem hljóðaði svo.

 

  1: Fundarsetning.

  2: Skipun fundarstjóra og ritara.

  3 : Bréf frá Fjárræktarfélaginu Vísi Arnarneshreppi.

  4: Inntaka og úrsögn félaga.

  5: Skýrsla stjórnar og reikningar.

  6: Kosningar. A) 1 mann í stjórn til þriggja ára. B) 2 varamenn í stjórn til eins árs.

  7: Yfirlit um skýrsluhaldið - Sigurður Þ. G.

  8: Nýungar í fjarvis.is  - Anna G. Gretarsdóttir.

  9: Erindi - Sigurður Þ. G.

10:  Lambás, framhald.

11:  Önnur mál.

12:  Fundarslit.

 

 2: Helgi formaður fundarstjóri og Aðalsteinn H. Hreinsson fundarritari.

 

3: Formaður las bréf frá Fjárræktarfélaginu Vísi í Arnarneshreppi, þar sem félagsmenn þess óska eftir sameiningu við Neista.Fundarmenn tóku þessu afar vel og var þessi beiðni samþykkt samhljóða með miklu lófaklappi.

 

4: Í félagið gengu. Kristján I. Jónsson Tréstöðum. Helga Jónsdóttir Þríhyrningi. Sumarliði Sigurðsson og Stefanía Steinsdóttir Neðri-Rauðalæk. Steinn O. Sigurjónsson Ak. Þórður  Sigurjónsson Ak. Guðmundur Sigvaldason Birkihlíð. Ólöf Jósepsdóttir Þrastarhóli. Davíð Jónsson Kjarna. Jósavin Gunnarsson Litla-Dunhaga. Sverrir Steinbergsson Spónsgerði. Vignir Sigurðsson Litlu-Brekku. Þorlákur Aðalsteinsson Baldursheimi. Þórður R. Þórðarson

Hvammi. Úr félaginu gekk Gestur Hauksson Ak.

 

5: Stjórnin hefur haldið 3 stjórnarfundi og einn félagsfund frá síðasta aðalfundi. Hrútasýning var haldin í Garðshorni 1. okt. og voru óvenju margir hrútar mættir til dóms milli 30 og 40,  þar á meðal Lambás sem sannaði sig og var dæmdur besti hrúturinn. Fjöldi manns komu á sýninguna eða fast að 50.

 

6: a) Aðalsteinn H. Hreinsson kosinn í stjórn til þriggja ára með lófaklappi.

    b) Davíð Jónsson og Jósavin Gunnarsson kosnir varamenn til eins árs með lófaklappi.

 

7: Sigurður fór yfir skýrsluhald ársins 2009.  veturgamlar ær voru 446 með 13,6 kg á hverja á, það kom fram í máli hans að gríðarlegur breytileiki milli búa.  Hvað varðar eldri ær, voru þær 1751 í félaginu og mestar afurðir var í Fornhaga 2, 39,3 kg eftir hverja á. 

Í kjötmati  voru 4 bú sem náðu 10 eða meira fyrir gerð, Skriða hæst með 10,14.  Mesta meðalvigt var á Neðri Rauðalæk 21 kg.

Þá fór Sigurður yfir fallþunga og gerð síðustu 3 ára og kom fram mikill breytileiki milli ára og bæja. Einnig sýndi hann ýmsar aðrar saman tektir síðustu ára.  Hrútar voru 156 á skýrslu, var hann með topp 20 og útnefndi Nagla frá Barká sem besta hrút félagsins, vegna þokkalegs þunga  og góðs kjötmats og mjög lítilar fitu.

 

8: Anna Guðrún fór yfir nýjungar í Fjárvís.is .  skráningu á sæðingum og fósturvísatalningu.  Nokkrara umræður urðu um þessi mál og einnig um sæðingar og framkvæmd þeirra.

 

9: Hrútasýning haustins. Ákveðið að halda sýninguna í Reiðhöllinni á Björgum.

 

10: Formaður dreifði blaði með upplýsingum með notkun á Lambási og kom fram að 143 ám var haldið undir hann.

 

11: Komu fram hugmyndir um að kaupa annan hrút.  Ákveðið að fara í hrútakaups ferð og fara þá í vestur átt.  Stjórninni falið að skoða málið.  Stjórn falið að fara yfir hrútanúmeraröð félagsins.

 

12: Fundargerð lesin upp og fundarritara falið að ganga frá henni.

 

                                              

                                         Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23.00

 

 

 

 

                                                  Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                     Ritara   

 

Tenglar