Sauðfjárræktarfélagið Neisti

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 136397
Samtals gestir: 37687
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:03:33

STJÓRNARFUNDIR


Stjórnarfundur í S.F.Neista 27/2 2014

Haldinn á Syðri- Bægisá.

      Allir stjórnarmenn mættir, og Davíð Jónsson 1. varamaður

     Efni fundarins:Undirbúa aðalfund.

1.      Ákveðið að halda aðalfund 5. mars kl: 20:30 í Leikhúsinu á Möðruvöllum.

Einnig gengið frá að fá Sigurður Þór Guðmundsson ráðunaut, en nú þarf að borga fyrir það og  kostar 10.000 kr. Mun hann fara yfir skýrslur síðasta árs og vera með einhvern annan fróðleik. Rætt var um hvenær félagið ætti að teljast stofnað, ritara falið að kanna hvenær gömlu félögin sem í dag mynda Neista voru stofnuð. Gjaldkeri ætlar að sjá um að kaupa létt kaffimeðlæti fyrir fundinum.

 

2.     Farið var yfir notkun á félagshrútunum á síðasta fengitíma, 302 tollar seldir sem gera 205.500 kr. Þar sem engin eftirspurn var eftir Vestra nema frá Sigmari á Björgum var hann seldur honum  á  20.000kr. fyrir  áramót. Einnig  var ákveðið að bera undir aðalfund hvort stefna ætti að hrútakaupa ferð  suður í Öræfi, t.d. á Svínafells bæina.

 

3.     Rætt um að kanna áhuga félagamanna á að halda líflamba söludag í tengslum við hrútasýninguna, og hvar væri hægt að halda slíkan viðburð. Hugmynd kom fram að fá  þá einhverja styrktaraðila með grindverk, og eitthvert félag í sveitinni til að vera með veitingar til sölu.

 

 

                                                                       Fleira ekki bókað, fundi slitið 22:30

                                                                                                                           

                                                                 AðalsteinnH. Hreinsson

                                                                                     Ritari


====================================================Stjórnarfundur í S.F. Neista 4/4 2013

Haldinn á Syðri- Bægisá.

      Allir stjórnarmenn mættir, og Davíð Jónsson 1. varamaður

      Efni fundarins: Undirbúa aðalfund.

1.      Ákveðið að halda aðalfund 10. Apríl kl: 20:30 í Þelamerkurskóla.

Einnig gengið frá dagskrá. Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur ætlar að mæta og fara yfir skýrslur síðasta árs.

Guðmundi gjaldkera falið að leita til kvenfélagsins með kaffiveitingar á fundinum.

 

2.     Reikningar yfirfarðir,  gjaldkeri las reikninga eins og hann er búinn að gera þá og  ákveðið að leggja þá þannig fyrir skoðunarmenn.

 

3.     Farið var yfir notkun á félagshrútunum á síðasta fengitíma, nánar verður tíundað um hana í skýrslu stjórnar á aðalfundinum. 

 

4.     Ákveðið að félagið kaupi ódýrari sæðistöku búnaðinn sem Davíð keypti síðastliðið haust.


                                                                 Fleira ekki bókað, fundi slitið kl.22.12.

 

                                                                                                               

                                                                     Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                       Ritari


====================================================


Stjórnarfundur Neista 18/10 2012

                                      Haldinn á S- Bægisá.

 

 

Allir stjórnarmenn mættir og einnig Davíð 1. varamaður.

Efni fundarins: Hrúta mál félagsins og fl.

 

1.      Ákveðið var að skipta á Lambás og lambhrút frá Skriðu Grábotnasyni. Stjórnin ákvað að kaupa lambhrút frá Bjarnastöðum í Öxarfirði og er kaupverðið kr:100.000 gjaldkera falið að greiða hann sem fyrst.

 

2.     Rætt um notkun á félagshrútunum á komandi fengitíð og halda í því sambandi félagsfund einhvern tíman frá 15. - 20. Nóv. Davíð falið að  vinna í því að panta sæðistökubúnað sem meiningin er að prófa í haust ef  gengur að fá hann.

 

3.     Rætt um að efla þurfi heimasíðuna t.d. með því að hvetja félaga til þess að  senda  umsjónarmanni fréttir og annað efni.

 

 

       

                                                                Fleira ekki bókað, fundi slitið.

                                                                                                                 

                                                                      Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                    Ritari====================================================Stjórnarfundur í S.F. Neista 14/03 2012

                                      Haldinn í Garðshorni.

 

      Allir stjórnarmenn mættir, og Davíð Jónsson 1. Varamaður.

 

      Efni fundarins: Undirbúa aðalfund fleira.

 

1.      Ákveðið að halda aðalfund 26. mars kl: 20:30 í Þelamerkurskóla.

Einnig gengið frá dagskrá. Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur ætlar að mæta og fara yfir skýrslur síðasta árs.

Guðmundi gjaldkera falið að leita til kvenfélagsins með kaffiveitingar á fundinum.

 

2.     Reikningar yfirfarðir og  kom fram að ekkert framlagkom frá Bændasamtökum Íslands 2011. Gjaldkera falið að ganga frá reikningum í samræmi við  umræður um breytta uppsetningu.  Þá sagði gjaldkeri frá því að Neisti væri komin með kennitölu  semer 451211-1530 og sagðist vera búinn að stofna reikning í Sparisjóði Höfðhverfinga og er númerið á honum 1187-15-50320.

 

3.     Farið yfir notkun á hrútunum, en fram hefur komið hjá nokkrum félagsmönnum að illa hélt við Lambás. Stjórnin ákveður að gefa 50% afslátt á tolla gjaldi hjá honum.  Lambás notaður á 129 ær en Vestri á 80 ær.

 

4.     Borist hefur tölvupóstur frá Þór í Skriðu, þess efnis að á aðalfundinum 26.3. n.k. verði rætt hvort félagsmenn telji Lambás full notaðan. Og ef svo fer vill hann fá að gera kauptilboð í hann . 

 

5.     Rætt var um að fara austur í Þingeyjarsýslu í eins dagsferð 31. mars næstkomandi. Helgi er búinn að tala við Sigurður Þór sem er tilbúin aðskipuleggja hana í samvinnu við Helga.  Ritara falið að auglýsa hana um leið og aðalfundinn.

 

                                                             Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 22:15.

 

                                                                                                                 

                                                                     Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                      Ritari

 

 

 ===================================================


                                  Stjórnarfundur Neista  8/9  2011

                                      Haldinn á S- Bægisá.

 

Allir stjórnarmenn mættir, einnig Davíð Jónsson 1. varamaður í stjórn og Guðmundur Sigvaldason sveitastjóri Hörgársveitar.

 

Efni fundarins: Heimasíðugerð, hrútasýning í haust og hrútanotkun á komandi fengitíð.

 

1.     Guðmundur kynnti það sem hann er búinn að gera varðandi heimasíðuna fyrir félagið en það var ákveðið á síðasta aðalfundi. Ákvörðun tekin um að vera með hana hjá 123.is, árskostnaður um 4.000 kr.

 

2.     Rætt um að hafa hrútasýningu fimmtudagskvöldið 29.sept. kl. 20:00.  Ekki verður hægt að vera í reiðhöllin á Björgum vegna endurbóta á gólfi, var sóst eftir að vera í Skriðu og var það auðsótt mál. Áætlað að hver félagi megi koma með auk veturgamalla hrúta 1 til 2 lambhrúta. Ritara falið að senda út auglýsingu í tölvupósti.

 

3.     Rætt um að hafa fyrirkomulag varðandi félags hrútanotkun í haust með svipuðu sniði og var í fyrra. Einnig var ákveðið, samkvæmt ákvörðun síðasta  aðalfundar, að halda félagsfund um þetta í byrjun nóvember.

                              

                                                                 Fleira ekki bókað, fundi slitið. 

 

                                                                                                                

                                                                      Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                    Ritari

 

====================================================Stjórnarfundur Neista 14/03 2011

                                      Haldinn á S- Bægisá.

 

 

Allir stjórnarmenn mættir.

Efni fundarins: Undirbúa aðalfund og gerð heimasíðu.

 

 

1.     Ákveðið að halda aðalfund 24. mars kl: 20:30 og vera í Þelamerkurskóla.

Einnig gengið frá dagskrá, reikningar yfirfarðir og ákveðið að leggja þá þannig fyrir skoðunarmenn og aðalfund.

 

2.    Rætt um að fá einhvern áhugasaman aðila til að gera og sjá um heimasíðu fyrir félagið, t.d. Guðmund Sigvaldason félagsmann og sveitastjóra Hörgársveitar. Þetta verði svo kynnt á aðalfundinum.

                                    

                                                                Fleira ekki bókað, fundi slitið.  

                                                                                                               

                                                                      Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                                    Ritari


====================================================

                       


 Stjórnarfundur Neista 06/09 2010

                                      Haldinn á S- Bægisá.

 

Allir stjórnarmenn mættir einnig varamennirnir Davíð Jónsson  og Jósavin Gunnarsson.

Efni fundarins: Klára sameiningu  Sf.Vísis við Sf.Neista, hrútasýning, hrútakaupaferð, félags hrútakaup og hrútanúmer. 

 

1. Rætt um að klára sameiningu félaganna þ.e. að færa eignir Vísis yfir í  Neista. Eignirnar eru, peninga eign 31.12. 2009 kr. 363.744  verði lögð inná reikning Neista og Jósavin ætlar að gera það og um leið að loka reikningum á nafni Vísis. Ein fjárvog á kr. 22.842 skráð sem eign Neista. Hrein eign Vísis sem kemur til Neista er því kr. 386.616 auk vaxta frá 01.01.2010 til millifærslu dags.

  

2. Ákveðið að halda hrútasýningu á veturgömlum og lambhrútum fimmtudagskvöldið 23.sept. n.k. k.l. 20.00  í reiðhöllinni á Björgum.

 

3. Stefnt er að fara í hrútakaupa ferð vestur á snæfellsnes fimmtudaginn 30. sept. n.k. Leyfi eru fyrir kaupum á 20 - 25 gripum. Rætt var um að skoða á Hjarðafelli, Hofsstöðum, Hraunhálsi, Gaul og hjá nokkrum frístunda bændum í Grundafirði og nágrenni. Þar sem Ólafur Vagnson hefur þegið boð félagsins að koma með í ferðina var ákveðið að fá hann ásamt Lárusi Birgissyni ráðunauti í Borgarnesi til að skipulegga heimsóknirnar.       Formanni falið að fá rútu og kerru, og ritara falið að auglýsa hrútasýninguna og ferðina í tölvupósti til félagsmanna.

 

 4. Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins 18. mar. 2010 er vilji til að félagið kaupi annan kynbóta hrút og er búið að tala við Lárus Birgisson um að hann taki frá fyrir okkur  úrvals hrút ef hann finnur við lambaskoðun á snæfellsnesi í haust.

 

5. Formaður félagsins er búinn að tala við Sigurð Þór ráðunaut  um hvernig best er að samræma hrútanúmer félagsmanna, Sigurður lagði til að úthlutað yrði upp á nýtt númerum til félagsmanna og þeir sem eru með mart fé fái 25 nr. og þeir sem fátt hafa fái 15 nr. Sigurður ætlar að gera þetta og senda til formans.

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið.

 

 

                                                                            ______________________________________

                                                                  Aðalsteinn H. Hreinsson

                                                                              Ritari====================================================Stjórnarfundur Neista 18/03 2010

                                      Haldinn á S- Bægisá.

 

 

Allir stjórnarmenn mættir.

Efni fundarins: að undirbúa aðalfund.

 

1. Borist hefur bréf dagssett 10.mars 2010 frá fjárræktarfélaginu Vísi í Arnarneshreppi, undirritað af Jósavini Gunnarssyni formanni þess. Þar sem félagsmenn Vísis óska eftir því að Vísir sameinist Neista. Sjá bréfið á bakhlið þessarar fundagjörðar. Stjórnin  er samþykk þessu, og mun leggja bréfið fyrir aðalfund Neista og leggja það  til að fundurinn samþykki þennan gjörning.

                                                                                                           

2. Aðalfundur sem haldinn verður 18.mars 2010 kl. 20:30 í Þelamerkurskóla, undirbúinn svo sem að gera dagsskrá og fl.

 

3. Farið var yfir reikninga félagsins, og ákveðið að leggja þá fyrir aðalfundinn, eins og gjaldkeri hefur gengið frá þeim.

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið.

                                          __________________________________

                                                                  AðalsteinnH. Hreinsson

                                                                  Ritari====================================================Stjórnarfundur Neista 16/11 2009

                                      Haldinn á S- Bægisá.

 

 

Allir stjórnarmenn mættir.

Efni fundarins: að skipuleggja notkun á Lambási nú í desember.

 

Samkvæmt upplýsingum sem félagsmenn gáfu um fjáreign á félagsfundi 12/11 2009, eru 2256 ær í félaginu sem gefa notkunar rétt á 170 tolla. En í ljós er komið að ekki verða nýttir 26 tollar þannig að notkunin er áætluð 144 tollar.

Notkun hefst 1. desember og er til 23. desember, að sunnudögum undanskildum, sem verða frídagar hjá Lambási.

Einungis 4 félagsmenn ætla ekki að nota hrútinn þetta haustið.

Listi yfir tollrétt, notkun og dagsetningar er að sjá á bakhlið þessarar fundargerðar.

Formaður tekur að sér að tilkynna félagsmönnum, hvaða dag/ daga, hver fær og að útvega góða kerru undir hrútinn.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið.

 

 

                                                                               __________________________________

                                                                  AðalsteinnH Hreinsson

                                                                  Ritari

 


====================================================Stjórnarfundur Neista 11/11 2009

Haldinn á S- Bægisá.

 

 

Allir stjórnmenn mættir:

Efni fundarins:  Notkun á Lambás og ullarsöfnun.

 

1.                Ákveðið að leggja fyrir félagsfundinn12/11 2009 tillögu um að þeir sem eiga færri en 20 ær fái 2 tollla,  20-50 ær fái 3 tolla og 50 ær og fl. um 7 %af fjárstofni.  Ekki er leyfilegt að færa tolla á milli félagsmanna.

Tollurinn er kr. 1000

 

2.                Ákveðið að ræða ullarsöfnun og boðun til félagsmanna.

Stjórnin sjái um að koma boðunum af stað.

 

 

 

                                                                                                                                  Aðalsteinn H Hreinsson

                                                                                Ritari 
Tenglar